PEAK Atvinnurekendur Bitesize Modules
með Learning Journey og Guidebook

NÁMSEFNISPAKKAR

Ein helsta afurð PEAK verkefnisins er gerð opinna og aðgengilegra námsefnispakka (Open Educational Resources). Námsefnispakkarnir verða aðgengilegir á netinu og eru notendum að kostnaðarlausu eftir lok PEAK verkefnisins. Um er að ræða sex bitastærða námsefnispakka sem hver og einn er tileinkaður mismunandi viðfangsefnum. Námsefnispakkarnir eru hannaðir fyrir unga notendur og leiðbeinendur þeirra og eru þeir allir notendavænir í stafrænum tækjum. Í könnun á rituðu efni varðandi viðfangsefnið sem skoðað var í upphafi verkefnisins, ásamt upplýsingum og þekkingu sem aflað var með viðtölum við unga frumkvöðla í fjalllendi og dreifðum byggðum í löndum allra samstarfsaðila PEAK, komu fram hugtök og lykilþætti sem mikilvægt væri að hafa með í námsefnispökkunum. Eftir að gerð námsefnispakkanna lauk var gerð tilraunaprófun á notendavænleika, upplýsinga-/þekkingarinnihaldi og fleiri þáttum þeirra. Sú könnun var gerð af kennurum og leiðbeinendum ungs fólks sem hefur reynslu á þessu sviði. Endurgjöf þeirra var metin og felld inn í lokaútgáfu námsefnispakkanna. Allir námsefnispakkarnir eru eins uppbyggðir: inngangur – lýsing á námsþáttum – fræðsluefni – könnun – hvetjandi reynslusögur – aðferðir – ályktanir. Hver og einn námsefnispakki tekur á mismunandi þáttum s.s. SVOT greiningu, „Next Canvas Business Plan“, hugarkortum, kynjavinkli, umhverfismálum o.fl. Notendur pakkanna kynnast þannig ýmsum verkfærum sem þeir geta notað við hvers konar frumkvöðlavinnu. Til viðbótar við námspakkana sex, samanstanda afurðir IO3 einnig af handbók fyrir kennara og leiðbeinendur ungra frumkvöðla (Train the Trainer Guidebook) og námsferilsbók nemanda (Learning journey). Í leiðbeinendahandbókinni er stutt lýsing á PEAK verkefninu og ítarlegar leiðbeiningar fyrir leiðbeinendur til að nota námsefnispakkana í þjálfunarverkefnum sínum. Námsferilsbókin vísar til persónulegrar námsleiðar hvers nemanda og hjálpar þeim að fylgjast með námsferli sínum.

Einingar

 Námspakkarnir eru:

  1. Að gerast ungur frumkvöðull í fjallahéruðum og dreifðum byggðum. Þessi námspakki leggur áherslu á kynningu á sviði frumkvöðlastarfsemi og veitir upplýsingar og þekkingu um hvers vegna og hvernig ungt fólk getur hugsað um og hafið eigin viðskiptaferil.
  1. Tækifæri til frumkvöðlastarfs í fjallahéruðum og dreifðum byggðum. Í þessum námspakka er lögð áhersla á hvernig hægt er að greina gloppur í frumkvöðlastarfsemi og auka tækifæri og möguleika fjallasvæða og dreifðra byggða og breyta þeim í viðskiptahugmyndir.
  1. Sjálfbær fjallaferðamennska, matur, landbúnaður/búskapur og nýsköpun. Þessum námsefnispakka er skipt í tvo hluta: a og b, þar sem hvor um sig leggur áherslu á verkfæri, greiningu og aðferðir sem hvetja til frumkvöðlastarfsemi á sviði ferðaþjónustu og landbúnaðarstarfsemi. Í pakkanum er lögð áhersla á hugtakið sjálfbærni og hugsun nýsköpunar og hvernig hvoru tveggja er fellt inn í frumkvöðlastarf.
  1. Umhverfislegar sjálfbærar aðferðir fyrir fyrirtæki og samfélög í fjallahéruðum og dreifðum byggðum. Þessi námspakki leggur áherslu á innleiðingu sjálfbærra viðskiptahátta. Í honum er mikilvægi fyrirtækja í fjallahéruðum og dreifðum byggðum skoðað, einnig mismunandi dæmi um sjálfbær tækifæri og hvernig ungt fólk getur tileinkað sér sjálfbæra starfshætti í frumkvöðlastarfi.
  1. Markaðssetning dreifbýlis og fjallasvæða. Lykilatriði sem þú þarft að vita til að laða að viðskiptavini. Þessi námspakki leggur áherslu á mismunandi leiðir til að markaðssetja fyrirtæki í fjallahéruðum og dreifðum byggðum. Einnig á mikilvægi þess að þróa gott vörumerki í kringum hugmynd og hvernig hægt er að laða að viðskiptavini og skapa sjálfbæran markað í kringum fyrirtækið.
  1. Konur og frumkvöðlastarf. Í þessum námspakka er lögð áhersla á sérstakar áskoranir og hindranir sem konur standa frammi fyrir þegar kemur að frumkvöðlastarfi. Hann skoðar hugsanlega erfiðleika sem tengjast fjalllendi  og dreifbýli og veitir upplýsingar/þekkingu til að sigrast á slíkum erfiðleikum með því að miðla fræðilegu efni, hvetjandi dæmisögum, hagnýtum ráðum og fleiru.

Námsferð. Námsferðabókin er gagnlegt tæki sem gerir þér kleift að fylgjast með þróun náms. Þú getur sett niður á blað hver byrjunarhæfileikinn þinn er og skilgreint skref fyrir skref hvar úrbætur á að fara fram og/eða hvar erfiðustu punktarnir eru þar sem þú gætir þurft að dvelja aðeins meira.

Þjálfa þjálfarann. Þessi handbók mun hjálpa þér að skilja hugmyndina um frumkvöðlastarf ungmenna og sérstakar áskoranir þess á fjallasvæðum. Það mun veita þér allt tiltölulega efni sem hentar til að þjálfa ungt fólk sem vill stofna eigið fyrirtæki í einhverju fjallahéraði.

HVERJIR NJÓTA GÓÐS AF NÁMSEFNISPÖKKUM PEAK?

Þeir sem aðallega njóta góðs af afurðum IO3 eru ungt fólk sem hefur áhuga á að hefja eigin frumkvöðlaferil. Notendur fá rafrænan, ókeypis aðgang að samþættum náms-/þjálfunarpakka sem þeir geta aðlagað að persónulegu námi sínu og þörfum. Notendur geta kynnt sér úrræði sem taka á nokkrum hindrunum sem  þeir kunna að standa frammi fyrir í frumkvöðlastarfi. Leiðbeinendur og kennarar ungs fólks á sviði frumkvöðlastarfs njóta einnig góðs af afurðunum; þeir hafi aðgang að nýstárlegu þjálfunarefni sem hægt er að aðlaga og fella að leiðsögn þeirra. Með frumkvöðlastarfi getur ungt fólk fundið nýjar lausnir og atvinnutækifæri sem geta komið í veg fyrir að það yfirgefi heimili sín og gert þeim fært að skapað sér verðuga framtíð í fjöllum, dreifbýli og á afskekktum svæðum. Þetta er jákvætt framlag til að snúa við fólksfækkun og efla sjálfbæra þróun þessara svæða í Evrópu.