Ungir frumkvöðlar - myndbandsdæmi og handbók

Smelltu hér að neðan

Ungir frumkvöðlar – myndbandsdæmi og handbók

Hvernig skal vinna – handbók um gerð kynningarmyndbanda. (Video Showcase Guide Book) sýnir ungum fjallafrumkvöðlum hvernig á að þróa sína eigin stafrænu miðla og myndbönd með YouTube, Canva, Instagram og Facebook. Nemendur geta orðið öruggari í að þróa færni sína í kynningarmiðlum þar sem þeir læra hagnýtar upplýsingar um hvernig á að taka upp og breyta hinu fullkomna myndbandi, þróa Facebook og Instagram ræmur, læra góð ráð og brellur og læra af öðrum ungum evrópskum fjalla- og dreifbýlisfyrirtækjum.

Sýnidæmi kynningarmyndbanda (The Video Showcase Case Studies) samanstendur af 30 hvetjandi og aðgengilegum myndbandskynningum sem safnað var frá ungum PEAK frumkvöðlum. Þessi auðlind samanstendur af ótrúlegum sögum, áskorunum, sigrum og lausnum. Þær hvetja ungt fólk til þess að afla sér upplýsinga og verðmætrar þekkingar sem er sértæk fyrir frumkvöðla í fjallahéruðum og dreifðum byggðum.

GRIKKLAND

Collecteave, Grikkland (Landbúnaðarsamvinnufélag)

Collecteave helgar sig framleiðslu og sölu á lífrænt ræktuðum landbúnaðarafurðum, ilmplöntum, kryddjurtum og vörum eins og fjallatei, salvíu, oreganó og villi rósaldinnum. Ræktunin fer fram á Ólympusfjalli. Collectieave er í samstarfi við bændur sem rækta sínar afurðir undir lífrænum staðil.

Karani Honey, Grikkland (Hunangsframleiðsla og sala)

Karani Honey er fjölskyldurekið lítið fyrirtæki í fjöllum Agrafa. Það framleiðir og selur barrhunang, kastaníuhunang, eikarhunang og linghunang, sem kemur úr færanlegum býflugnaræktarbúum sem flutt eru á milli mismunandi fjallahéraða. Allar afurðirnar eru seldar til sælkera- og staðbundinna hefðbundinna verslana í Grikklandi.

Tree Health, Grikkland (Jóga- og heilsueflingarþjálfun og umhverfisfræðslumiðstöð)

Tree Health er lítið fyrirtæki rekið af Theodóru. Það er miðstöð umhverfisfræðslu, auk jóga- og heilsueflingarþjálfunar fyrir börn og fullorðna. Það er staðsett í borginni Grevena og starfsemin fer fram bæði innan- og utandyra í mismunandi fjalllendi.

Melissourgoi, Grikklandi (Íþróttir og upplyfting)

Fjallaathvarfið er staðsett í þorpinu Melissourgoi í Tzoumerka svæðinu. Það býður upp á gistingu, mat og ýmsa útivist (þ.e. gönguferðir, hjólreiðar, tónlistarhátíðir, heilsueflingu o.s.frv.) í nærliggjandi fjallahéraði allt árið um kring. Nafn þorpsins þýðir „Býflugnaræktendur” og það stafar líklega af starfsemi og arfi fortíðarinnar.

Hotel Anax, Grikkland (fjölskyldurekið gistihús)

Hotel Anax er lítið fjölskyldurekið gistihús í bænum Metsovo. Það var stofnað árið 2004, hefur alls 10 herbergi og býður upp á heimatilbúnar máltíðir á staðnum. Aðstaða þess er stíluð á fjölskyldur, hópa og pör.

Zagori, Grikkland (Íþróttir og upplyfting)

Zagori Outdoor Activities er lítið fyrirtæki staðsett í þorpinu Kipoi í Zagori. Það býður upp á margs konar útivist: flúðasiglingar fyrir hópa og einstaklinga, gönguferðir, fjallahjólreiðar og skógarferðir á torfærutækjum. Það var stofnað árið 2016.

ÍRLAND

Venture Out, Írland (Félagslegt fyrirtæki)

Venture Out Wilderness, Galway býður upp á náttúrutengda heilsueflandi útivist fyrir fólk sem upplifað hefur ýmsar fjölbreyttar áskoranir í lífi sínu. Með einstaklingsmiðaðri nálgun skapa reyndir leiðsögumenn tækifæri fyrir þátttakendur sína til að læra, vaxa, kanna og njóta útivistar fyrir aukna líkamlega, félagslega, tilfinningalega og andlega vellíðan.

Heather Hill Farm, Írland (Umhverfisvænt býli og afurðir)

Heather Hill Farm er staðsett í fjöllum Dunkienely í Donegal. Markmið fyrirtækisins er að framleiða staðbundinn mat fyrir samfélagið. Þau trúa á heildræna nálgun í búskap með áherslu á að uppfylla vistfræðileg-, félagsleg- og efnahagsleg markmið þannig að búið þeirra sé sjálfbært og verði til staðar fyrir næstu kynslóð. Einkennisafurðir þeirra eru hamingjusamar hænur, egg og villt blómahunang.

Rare Ruminare, Írland (Umhverfislega sjálfbært lífrænt býli og framleiðandi)

Rare Ruminare er staðsett nálægt Ox-fjöllunum í Sligo. Býlið framleiðir alikjöt með náttúrulegum búskaparaðferðum sem uppfylla tilsetta lífræna staðla þannig að býlið er sannarlega í takt við náttúruna. Framleiðslan er aðallega nauta- og lambakjöt. Býlið er rekið sem heilt vistkerfi, með t.d. heilbrigðum lífrænum jarðvegi og fjölbreyttum grashaga. Fyrir vikið eru afurðirnar næringarríkt og heilbrigt kjöt.

Your Wellbeing Warrior, Írland (Heilsueflandi upplifun)

Your Wellbeing Warrior býður upp á ævintýra- og heilsueflandi ferðir í hinu friðsæla Strandhil Sligo sem umkringt er fögru fjalla- og kletta umhverfi með útsýni yfir strandleiðina The Wild Atlantic Way. Fyrirtækið býður upp á upplifanir eins og jóga göngur, róðrabretta-jóga, brimbretta-jóga, hugleiðslu, Reiki, klettaklifur, kajakferðir, ókeypis köfun og aðra heilsueflandi iðkun.

Muddy Souls, Írland (Ævintýraleiðsögn)

Muddy Souls veitir fólki um allt dreifbýli Írlands heilsueflandi tækifæri til að njóta náttúrunnar. Eigandinn er Paul og er hann náttúrusérfræðingur og fjallaleiðsögumaður sem býður upp á magnaðar gönguferðir upp fallegu írsku fjöllin. Hann býður einnig upp á náttúrugöngur og með ferðum sínum hjálpar hann fólki að bæta andlega heilsu sína.

Crusader Cabins, Írland (Gisting í dreifbýli, bjálkahús og smáhýsi)

Gistiaðstaða í dreifbýli með útsýni út á Lough Melvin í endurreistu 17. alda Lakeland Lodge bjálkakofa í Bæjaralandsstíl í Kinlough, sveitaþorpi í Leitrim-sýslu undir Dartry, Arroo, Keeloge fjöllum. Húsið er yfir 300 ára gamalt og var upphaflega byggt af bændum í Þýskalandi en síðar flutt til Kinlough, Leitrim þar sem þessi töfrandi eign var endurbyggð á friðsælum stað. Í kofanum eru tvö svefnherbergi, sveitaeldhús, stofa í gömlum stíl og heitur pottur utandyra með útsýni yfir Lough Melvin vatnið og fjöllin í kring.

ÍTALÍA

Panificio Fonzinella, Ítalía (Bakarí)

Fonzinella fjölskyldubakaríið hefur verið starfrækt af þremur kynslóðum. Brauðuppskriftin hefur alltaf verið sú sama, sem og hráefnin sem notuð eru. Í dag er bakaríið rekið af Fiore, 29 ára ungum manni sem hefur ákveðið að vera áfram í þorpinu sínu og halda í hefðina.

Black & White Pizzeria, Ítalía (Krá og Pizzastaður)

Black & White Pizzeria hins unga 32 ára Francesco var stofnað árið 2012 eftir langa reynslu hans af störfum í veitingageiranum sem leiddi til þess að hann ferðaðist um alla Ítalíu. Hins vegar hefur draumur hans alltaf verið að snúa aftur til heimasvæðis síns og hefja frumkvöðlastarfsemi sem byggir á sem flestum af úrvals landbúnaðarafurðum svæðisins. Þann 7. október 2022 hlaut hann verðlaunin „Starred Pizza Chef Guide”.

Leone Beer Company, Ítalía (Handverks brugghús)

Leone handverksbrugghúsið er hugarfóstur Leone, sem – eftir nokkra reynslu erlendis – ákvað að snúa aftur til heimalands síns til að einbeita sér að óhefðbundinni vöru eins og handverksbjór. Hann leggur alla áherslu á að vinna afurðir sínar með virðingu fyrir umhverfinu að leiðarljósi og að segja sögu landsvæðisins í gegnum hráefnin sem notuð eru í framleiðslunni. Staðurinn er staðsettur í bænum Ascoli Satriano.

Cantine Juvara, Ítalía (Víngerð)

Juvara-fjölskylduvíngerðin var stofnuð árið 1935 og hefur viðhaldið vínmenningu svæðisins í gegnum kynslóðirnar. Vínþrúguafbrigðin sem notuð eru í ræktuninni eru eingöngu staðbundnar tegundir. Juvara leggur áherslu á gæði og með sínum litla sjö hektara víngarði hafa eigendurnir ákveðið að markaðssetja vín sitt aðeins á sérmarkaði. Antonietta er 25 ára gömul og tekur þátt í markaðssetningu vínsins, með áherslu á sjálfbærni og landfræðilegan uppruna vörunnar og að segja sögu Monti Dauni.

Olio Montefedele, Ítalía (Framleiðsla jómfrúar ólífuolíu)

The Olio Montefedele er fyrirtæki staðsett í Bovino, í Monti Dauni, kjarnastarfsemi þess er framleiðsla á jómfrúar ólífuolíu úr staðbundnum ólífuafbrigðum af aldagömlum trjám. Fyrirtækinu hefur tekist að sameina virðingu fyrir hefðinni við nýsköpun, rannsóknir og umhverfislega sjálfbærni. Ólífuafbrigðin og trén sjálf eru aldagömul og dæmigerð fyrir Monti Dauni og hafa verið ræktuð kynslóð fram af kynslóð af Schiavone fjölskyldunni. Hinn ungi Gaetano hefur eflt fjölskylduvöruna með því að einbeita sér að umhverfislegri sjálfbærni og stafrænni nýsköpun. Montefedele olía hefur verið verðlaunuð sem besta olían á Ítalíu.

BioRicci, Ítalía (Framleiðsla jómfrúar ólífuolíu)

The BioRicci fyrirtækið framleiðir olíu og vörur frá landsvæði Monti Dauni. Hlutverk þeirra er að koma svæðinu á framfæri og leggja áherslu á virðingu fyrir landinu með sjálfbærri landbúnaðarframleiðslu. Þau eru vottuð lífræn. BioRicci er staðsett í sveitarfélaginu Lucera, í Monti Dauni. Framleiðsla þeirra er aðallega jómfrúar ólífuolía og vinnsla á sultuðum vörum.

ÍSLAND

Birki Restaurant, Ísland (Veitingastaður)

Birki er nýr veitingastaður á Höfn sem býður upp á árstíðabundinn matseðil búinn til úr íslensku hráefni. Þar er lögð áhersla á að bjóða upp á staðbundið hráefni í góðu og sögulegu umhverfi.

Fenrir Elite, Ísland (CrossFit Box)

Fenrir Elite er nýstofnuð CrossFit Box þjálfun fyrir Elite Fitness sem notar hagnýtar hreyfingar sem gagnast í daglegu lífi. Markmið hins unga stofnanda er að breyta lífi fólks með CrossFit aðferðafræðinni í heimabæ sínum og skapa sér umleið atvinnu. Gildi stöðvarinnar eru: Styrkur, Auðmýkt og Hugrekki.

Frá haus að hala, Iceland (Slátrarabúð )

Slátrun og sala á staðbundnum kjötafurðum sem ræktað er af bændum sem hugsa vel um búfénað sinn og umhverfi.

Tindaborg (Fjallaleiðsögumenn)

Tindaborg býður upp á fjallaleiðsögn þar sem allar ferðir eru einkaferðir og hægt er að sníða þær að þörfum viðskiptavinanna. Tindaborg býður upp á allt frá stuttum jöklagöngum til tæknilegrar fjallamennsku í umhverfi Öræfa sem býður upp á endalausa möguleika í jöklaævintýrum og fjallamennsku.

Heima Art Residency, Ísland (Listaíverustaður)

Heima er þverfaglegur listaíverustaður á Seyðisfirði. Heima Art Residency er sjálfstæð sjálfseignarstofnun sem stofnuð var af ungu fólki árið 2013. Íverustaðurinn var stofnaður til að bjóða upp á rými þar sem ungir upprennandi listamenn í ýmsum greinum geta lifað og starfað í nálægð og deilt orku og hugmyndum sín á milli og til samfélagsins.

Freysnes, Skaftafelli 2, Ísland (Sauðfjárbú)

Freysnes, Skaftafelli 2 er sauðfjárbú í eigu og rekstri ungra hjóna. Bærinn hefur verið í fjölskyldunni og ungu bændurnir halda áfram  fjölskylduhefðinni í þjóðlegum búskap.

BRETLAND

The Lunchbox Boys, Bretland (Veisluþjónusta)

Við erum Sam og Dougal, tveir vinir sem eru stoltir af því að kalla Cairngorms heimili okkar. The Lunchbox Boys er okkar ástríða. Leiðir okkar lágu upphaflega saman í gegnum sameiginlegan áhuga okkar á heilsueflingu þegar við áttuðum okkur á eftirspurn eftir staðbundnum, hollum og bragðgóðum mat á svæðinu. Við byrjuðum að bjóða upp á hádegismat sem jókst í vinsældum og leiddi til þess að við fengum viðurkenninguna Highlands and Islands Food and Drink Awards. Síðan þá höfum við þróað veisluþjónustu okkar og byggt upp orðspor fyrir að framleiða staðbundinn mat sem er búinn til af ástríðu, með fyrsta flokks þjónustu við viðskiptavini. Þessi skuldbinding situr nú í hjarta viðskipta okkar. Hvort sem við erum að sinna tveimur eða tvö hundruð, þá höldum við okkur við gildi okkar og alltaf með bros á vör!

The Lunchbox Boys, Bretlandi (Catering Company) – Viðskiptaráð og sjálfbærni

Við erum Sam og Dougal, tveir vinir sem eru stoltir af því að kalla Cairngorms heimili okkar. Lunchbox Boys er okkar fyrirtæki en það er líka ástríða okkar. Leiðir okkar lágu upphaflega í gegnum sameiginlegan áhuga okkar á persónulegri líkamsrækt þegar við áttuðum okkur á eftirspurn eftir staðbundnum, hollum og bragðgóðum mat á svæðinu. Við byrjuðum að afhenda hádegismat, sem jókst í vinsældum og leiddi til þess að við fengum viðurkenningu á Highlands and Islands Food and Drink Awards. Síðan þá höfum við þróað úrval okkar af einkaveitingaþjónustu og byggt upp orðspor fyrir að framleiða staðbundinn mat sem búinn er til af ástríðu, með fyrsta flokks þjónustu við viðskiptavini. Þessi skuldbinding er nú kjarninn í viðskiptum okkar. Hvort sem við erum að bjóða upp á tvo eða tvö hundruð, höldum við trú okkar gildum, og alltaf með bros á vör!

Reel og Hammer, Bretland (Perlusmíði og skartgripagerð)

Reel and Hammer er skartgripafyrirtæki sem býður upp á hágæða skartgripagerðarsett, sem sameina perlur og góðmálma. Hönnun Rowena Henderson er listræn og á mörkum perluvinnu og skartgripagerðar.

Cycle Luss, Bretland (Rafhjólaleiga)

Cycle Luss er rafmagnshjólaleigufyrirtæki með aðsetur í Luss. Þar er hægt að leigja rafmagnshjól og búnað í 3-6 klukkustundir til að kanna fallega þjóðgarðinn Loch Lomond & Trossachs. Að auki er hægt að bæta við skoskri ostalautarferð sem borin er fram á fínu postulíni með útsýni yfir Loch og Ben Lomond.

Súkkulaði í Glenshiel, Bretland (Súkkulaðiframleiðandi)

Finlay stofnaði Chocolates of Glenshiel vegna ánægju sinnar af því að búa til og baka með ömmu sinni og tengingu við fjallaumhverfi sitt: „Að alast upp í Glenshiel hefur gefið mér svo mikið, á hverjum degi veitir það mér innblástur. Hvort sem bragðið er Skye Whisky eða Heather Honey, þá er allt bragefni okkar fengið á staðnum og allt súkkulaðið okkar er handgert af kærleika í okkar afskekkta, litla samfélagi í skosku hálöndunum”.

Lost Sheep Guiding, Bretland (Fjallaleiðsögn)

Mountain Leaders mun leiða þig af öryggi upp, meðfram og yfir sögulegu Hálendishæðirnar í ýmsum mismunandi gönguferðum, klifri og sérsniðnum pökkum. Lítið fyrirtæki með mikla löngun til að sjá fólk upplifa ævintýri og uppgötva lækningamátt náttúrunnar.

Lost Sheep Guiding, Bretlandi (Mountain Guiding): Viðskiptaráðgjöf

Fjallaleiðtogar munu leiða þig örugglega upp, meðfram og yfir sögulegu hálendishæðirnar í ýmsum mismunandi göngu-, klifur- og sérsniðnum pakka. Lítið fyrirtæki með mikla löngun til að sjá fólk upplifa ævintýri og uppgötva lækningamátt náttúrunnar.